O matarstellið frá Kahla er innblásið af japönsku hefðinni origami – að brjóta saman pappír. Hver hlutur í línunni er með brot í kantinum sem er í senn fallegt og praktískt.
Öll matarstell Kahla eru úr sama postulíninu og er þvi auðvelt og skemmtilegt að blanda saman matarstellum.