


bökunarperlur, keramík
2.890 kr.
Ekki til á lager
Bökunarperlur eru notaðar við svokallaða blindbökun á bökum, þær koma í veg fyrir að bökudeigið þenjist um of þegar þú forbakar það. Settu smjörpappír ofan á smjördeigið og settu því næst keramíkperlurnar ofan í bökuna og bakaðu hana í nokkrar mínútur þar til bakan byrjar að brúnast. Því næst geturðu sett fyllinguna í bökuna (fjarlægir fyrst perlurnar!) og klárað baksturinn. Með þessu móti tryggirðu að botninn á bökudeiginu verður ekki hrár eða með „soggy bottom“.
Perlurnar koma í plastkrukku sem hægt er að nota áfram til að geyma þær á milli bakstursævintýra, ef það þarf að þvo perlurnar er hægt að nota milt sápuvatn, passaðu bara að þær þorni vel. Inniheldur 700 g af perlum sem dugar fyrir a.m.k. 28 cm stóra böku.
Vörumerki |
Birkmann |
---|---|
Efniviður |
Leir |
Litur |
Ljóst |
Stærð |
700 g |