Gourmet borðarifjárnið rífur matvæli niður í fína bita. Það kemur sér vel þegar rífa þarf t.d. harða osta, súkkulaði, epli, gulrætur og kúrbít.
Gourmet línan frá Microplane er mjög handhæg en það er silikon á enda tólsins sem heldur rifjárninu stöðugu við notkun. Stálið er laserskorið sem viðheldur bitinu mjög vel og við mælum með að halda hlífinni sem fylgir!
Það má setja Gourmet rifjárnin í uppþvottavél en gott er að venja sig á að skola strax af því eftir notkun.