bývaxperlur f. klúta Rewax

2.980 kr.

Á lager

Bývaxperlurnar frá the Beeswax Wrap Co. koma sér vel þegar það þarf að fríska upp á bývaxklútana þína eða búa til þína eigin. Það koma 12 perlur í pakkanum og vegur hver perla um 4 grömm. Ef þú vilt gera þína eigin vaxklúta er hægt að útbúa 4-5 litla eða 2-3 stóra klúta, til að fríska upp á þarf að jafnaði eina perlu.

Þú þarft:
bývaxperlu
tvær arkir af bökunarpappír (sem er allavega 5 cm breiðari en klúturinn sjálfur)
hreina diskaþurrku (gjarnan gamla), straujárn og straubretti

Leiðbeiningar:
1. Leggðu diskaþurrkuna á straubrettið
2. Settu eina örk af bökunarpappír ofan á diskaþurrkuna
3. Leggðu klútinn þinn ofan á bökunarpappírinn
4. Settu bývaxverluna á klútinn
5. Settu að lokum bökunarpappír yfir perluna
6. Hafðu straujárnið HEITT (ekki með gufu!) og ofan á perlunni til að byrja með
7. Notaðu straujárnið til að dreifa úr bráðnu bývaxinu yfir allan klútinn
8. Fjarlægðu efri bökunarpappírinn þegar vaxið er komið yfir allan klútinn
9. Lyftu klútnum varlega frá hornum að miðju
10. Haltu í tvö horn og ruggaðu klútnum þar til hann kólnar

Vörumerki

The Beeswax Wrap Co.

Litur

Ljóst