Heirloom diskarnir frá Now Designs eru úr endurnýttum tekkvið frá Balí í Indónesíu. Diskarnir eru unnir upp úr rótum tekktrjáa og öðrum afskurðum sem verða umfram eftir skógarhögg. Þar með er hvert áhald algerlega einstakt og fallegt.
Tekkviður er þekktur fyrir að vera harðgerður og í senn fallegur viður. Um er að ræða við sem stenst sannarlega tímans tönn með góðri notkun. Það á ekki að setja tekkáhöldin í uppþvottavél og gott er að bera olíu á það eftir þörfum.