Tica Copenhagen dyramotturnar eru stílhreinar og í senn praktískar. Þær eru úr mjúku en slitsterku næloni sem hægt er að klippa/skera til ef þess þarf. Afturhliðin er með výnil svo auðvelt er að teikna upp hvað þarf að klippa/skera til. Motturnar eru 7 mm á þykkt svo þær komast auðveldlega fyrir fyrir framan dyrakarm en eru samt þægilegar á að standa.
Það er óhætt að ganga mikið á þeim á skítugum og blautum skóm en efnið sýgur í sig bleytu. Þá má jafnvel setja motturnar í þvottavél á 30°hita. Það er þó yfirleitt nóg að ryksuga þær og nota blauta tusku. Það er ekki mælt með að nota sterk hreinsiefni, það ætti að vera nóg að setja svolítinn uppþvottalög í blauta tusku og nudda yfir bletti.
Motturnar eru framleiddar í Belgíu í verksmiðju sem er vottuð ISO 9001 staðlinum og stenst allar umhverfiskröfur Evrópusambandsins. Þá er verksmiðjan þess utan með vottun REACH reglugerðarinnar hverrar markmið er að vörur sem keyptar eru innan ESB landa valdi fólki og umhverfi sem minnstum skaða.