Eikin í Raumgestalt brettunum er fengin úr hinum sögufræga Svartaskógi í Þýskalandi. Þau koma í mörgum stærðum og fáanleg bæði í náttúrulegri eik og reyktri eik.
Það er gott að bera olíu á brettið, til að mynda Boos Blocks brettaolíuna, með klút, svampi eða eldhúspappír. Gerðu þetta að minnsta kosti mánaðarlega (þó fer það eftir notkun og aðstæðum). Leyfðu olíunni að smjúga inn í viðinn yfir nótt og þurrkaðu svo umframmagn af ef það er enn blautt daginn eftir. Ákveðnir staðir á brettinu gætu verið þurrari en aðrir og þá þarf að bera meira á það svæði eftir atvikum.