Eikargripur nr. 32 frá Ro Collection er hægt að nota sem framreiðsluplatta fyrir osta og þess háttar matvæli eða jafnvel á náttborðið undir skart á meðan þú leggst til svefns. Eikargripurinn er unninn í höndunum og tekur það marga daga að ná hinu rétta formi. Það tekur hven eikargrip langan tíma að hvíla og þorna svo djúpar sprungur myndist ekki í viðnum. Þegar hinu fullkomna lagi hefur verið náð er borin hnotuolía á viðinn til að ná öllum smáatriðum gripsins fram.
Viður er lífrænn og getur hann því breyst með tíð og tíma, það er það sem gerir hvern eikargrip einstakan. Mælt er með að bera hnotuolíu á eikargripinn á nokkurra mánaða fresti til að halda viðnum við.
Hönnun: Mikkel Karlshøj