Fjaðrakústarnir frá Redecker eru úr stórum strútsfjöðrum. Kosturinn við strútsfjaðrir er sá að á hverri stórri fjöður eru margar litlar fjaðrir sem grípa rykið í stað þess að dreifa því. Það þarf aðeins að hrista kústinn utandyra eða yfir ruslafötu til að ná rykinu úr fjöðrunum.
Kústarnir eru ekki síður fallegt stofustáss en þeir koma með leðurlykkju svo auðvelt er að hengja þá upp. Útlit fjaðranna getur farið eftir árstíð en þær geta verið misþykkar, misdökkar eða mislangar og er því hver fjaðrakústur einstakur.