flokkunarbox ReCollector, grænt

10.900 kr.

Á lager

Vörumerki

ReCollector

Efniviður

Plast

Litur

Ljósgrænt

Stærð

30 x 40 x 15 CM

Lýsing

Flokkunarboxin frá ReCollector eru nýstárleg og notendavæn dönsk hönnun. Þau eru hönnuð til að nýtast á margan hátt fyrir flokkun eða geymslu en eru í senn mjög stílhrein. Boxin eru hengd upp á vegg og felst lausnin einna helst í því að auðvelda aðgengi og pláss fyrir flokkun. Þá er hægt að raða þeim og/eða stafla á ýmsan hátt eins og hentar þínu rými best. ReCollector veggföturnar eru enn fremur sjálfar úr endurunni plasti sem er hægt að endurvinna á ný.

Auðvelt er að opna og loka boxunum, það eru handföng til staðar svo þú getur tekið boxið úr hirslunni og komið ruslapokum örugglega fyrir. Hægt er að þrífa veggboxið með rökum klúti eða svampi með mildri sápu og þurrka það að lokum.

ReCollector mæla með að hengja flokkunarboxin í eldhúsum eða nálægt þeim þar sem flestur úrgangur ratar í það rými. Það getur verið svolítið óyfirstíganlegt að koma á almennilegu flokkunarkerfi heima fyrir. Því er hægt að prófa sig áfram og byrja á því að flokka gler/málm og pappa/pappír. Þá geturðu aukið við þig með tímanum, en kosturinn við veggföturnar er að þær eru fjölhæfar.

Að staðaldri er mælt með að nota 4 eða 6 box í heimilisskipulaginu þar sem við eigum að vera sífellt meðvitaðri um heimilisúrgang og flokkun hans.
ReCollector leggja til að nota:
1 fötu fyrir gler og málm
1 fötu fyrir pappa og pappír
1 fötu fyrir hart plast
1 fötu fyrir mjúkt plast
1 fötu fyrir matarleifar
1 fötu fyrir skilagjaldsvörur

Flokkunarboxin koma í einni stærð og passa 20 lítra niðurbrjótanlegir ruslapokar fullkomlega í hólfið. Boxin fást í 9 fallegum litum sem hægt er að blanda eða halda safninu einlitu. Auðvelt er að hengja boxin upp á vegg en hér má sjá leiðarvísinn.

Frekari upplýsingar
Vörumerki

ReCollector

Efniviður

Plast

Litur

Ljósgrænt

Stærð

30 x 40 x 15 CM

Sendingamöguleikar

Þú getur fengið pöntun þína afhenta með þeirri leið sem hentar þér og þínum þörfum best.

SENDINGAMÁTI

  • Sótt í Kokku – Laugavegi 47, þú færð tölvupóst þegar pöntunin þín er tilbúin. + 0 kr.
  • Sending á pósthús – 2-4 virkir dagar, frítt þegar pantað er fyrir meira en 15.000 kr. + 750 kr.
  • Sending í póstbox – 2-4 virkir dagar, vinsamlegast skráðu staðsetningu fyrir póstbox í sendist til reitinn í næstu valmynd, frítt þegar pantað er fyrir meira en 10.000 kr. + 750 kr.
  • Sent heim með Póstinum – í þéttbýli, vanalega 2-4 virkir dagar, frítt þegar pantað er fyrir meira en 15.000 kr. + 950 kr.
  • International – We can ship almost anywhere in the world, we will contact you with shipping cost and payment options once your order is placed.

NÝLEGA SKOÐAÐAR VÖRUR

Skráðu þig inn

Ertu ekki með aðgang?

Við notum vafrakökur (cookies) til að bæta upplifun þína.  Með notkun á kokkuvefnum samþykkir þú vafrakökurnar.
Byrjaðu að skrifa til að finna þær vörur sem þú ert að leita eftir
Verslun
0 Óskalistinn minn
0 items Karfa
Mínar síður