Þessi litla eggjasuðugræja frá Lékué er ótrúlega skjót og einföld í notkun. Formið er lagt ofan á glas og egg brotið yfir stálhlutanum. Þeim mun ferskara sem eggið er þeim mun minna vatn rennur af eggjahvítunni. Lokinu er flett ofan á og formið er því næst lagt ofan í pott með vatni við 90-95° (ekki bullsjóðandi) í þrjár mínútur. Að þremur mínútum loknum veiðirðu formið upp úr og skefur hleypta eggið upp úr forminu með skeið og… ¡listo!
Hægt er að smyrja stálbotninn með svolítilli olíu til að ná egginu úr forminu en það er nauðsynlegt. Eggjasuðugræjan þolir frá -20 til 100° og má fara í uppþvottavél.
Formið fæst einnig stakt.