Bob gólfmottan er mjúk, stílhrein og jafnframt allra fyrsta mottan sem Pappelina hannaði! Núna er búið að uppfæra Bob, en nú er mottan með földuðum kanti og fæst í nýjum litum og stærðum. Þykkt á mottunni er um 10 mm. Það getur munað ±4% innan stærða vegna þeirra handverksferla sem teppin ganga gegn um í framleiðslunni.
Motturnar koma í fjölmörgum stærðum, mynstrum og litum. Ef óskamottan þin er ekki til á lager geturðu samt pantað hana, afgreiðslufrestur á sérpöntunum er að jafnaði 3-4 vikur.