Join eikarhöldurnar frá Beslag Design eru fallegar og koma í tveimur stærðum. Búið er að pússa eikina svo hún er mjúk og er þægilegt að grípa hölduna. Join eikarhaldan tekur sig vel út á skúffu sem og skáp. Hafa ber í huga að eikin er lifandi efniviður og eru því engar tvær höldur nákvæmlega eins.
Ath. 16 cm bil er á milli festingargatanna í minni höldunni og 32 cm bil í þeirri stærri.
Höldurnar eru flestar til á lager en ef þú þarft þær í miklu magni gætum við þurft að sérpanta þær fyrir þig. Afgreiðslufrestur á sérpöntunum er að jafnaði 3-4 vikur.
Þá bjóðum við einnig upp á sérpöntun á öðrum höldum frá Beslag Design. Sjáðu úrvalið hér og hafðu samband við kokka@kokka.is til að fá verðtilboð.