Í bláa barnahnífasettinu frá Opinel er lítill alhliða eldhúshnífur, skrælari og fingurhlíf fyrir litla kokka. Bæði eldhúshnífurinn og skrælarinn innihalda hólf fyrir vísifingurinn. Hólfið hjálpar þeim að leiða hnífinn og kemur í senn í veg fyrir að fingur rati á rangan stað. Fingurhlífin sjálf er stór og kennir börnum í senn hvernig er best að búta niður grænmeti skilvirkt.
Helsti kostur settsins er að hér er um beitta hnífa að ræða sem kenna börnum að gæta öryggis í eldhúsinu. Bitlausir hnífar eru bæði óskilvirkir og gera börn ekki meðvituð um hættuna sem getur fylgt tólum eldhússins. Le Petit Chef barnasettið er fullkomið fyrir litla forvitna kokka sem vilja taka þátt í heimilisverkunum!
Það má setja fingurhlífina í uppþvottavél en hnífinn og skrælarann á að vaska upp í höndum.