Það sem gerir Ankarsrum Assistent Original vélarnar einstakar er virkni vélanna, fjölhæfnin, líftíminn, vélarkrafturinn og retró útlitið. Assistent vélarnar þola mikla notkun, vélin sjálf er 1500 WW og ræður hún við að hnoða 5 kg af deigi í einu. Opna skálin auðveldar þér að bæta við hráefnum, sjá deigið og eiga við það. Með deigkeflinu og snúningsskálinni útvegar Ankarsrum Assistent vélin einstaka leið að hnoða deigið. Stálskálin rúmar 7 lítra. Því er hægt að hnoða allt að 5 kíló af deigi með 1,5 l af vökva samtímis þar.
Skálin er fest ofan á gírboxinu sem lætur skálina snúast. Mótor vélarinnar og skálin vinna saman fyrir tilstilli gíranna, það gerir að verkum að vélin er kraftmikil og endingargóð.
Með hverri Assistent Original vél fylgja aukahlutir sem hjálpa eldhúsverkunum og veitir þér ómetanlega hjálp við baksturinn, allt frá kökum til súrdeigsbrauða. Ankarsrum Assistent Original vélarnar eru búnar sterkri 1500 WW vél sem gerir hrærivélina að endingargóðum vini í eldhúsinu, reiðubúin að taka á sig erfið verkefni.
Með Ankarsrum Assistent Original vélina í eldhúsinu einfaldast baksturinn, og verður skemmtilegri í senn! Vélinni fylgja aukahlutir sem auðvelda þér vinnuna við hvers kyns bakstur; bollur, brauð, smákökur og deig. Þar að auki þarftu ekki að hnoða deig í höndunum lengur, deigkeflið og deigkrókurinn hnoða hið fullkomna deig fyrir þig. Því næst getur þú gert það skemmtilega; mótað deigið og bakað það. Með þeytiskálinni geturðu þeytt rjómann eða marengsinn á mettíma með þeyturunum, og með deighrærunum í þeytiskálinni blandarðu bæði bragðbestu smákökurnar og léttasta smjördeigið.
Vélinni fylgir: 7 lítra stálskál, hefunarlok, deigrúlla, deigkrókur, og deighnífur. 3,5 lítra þeytiskál með þeyturum og blöðruþeyturum.