hrærivél Ankarsrum, rauð

Búið í biliankarsrum

109.900 kr.

Ekki til á lager

Vörumerki

Ankarsrum

Efniviður

Ál

,

Stál

Litur

Rautt

Stærð

360 x 268 x 400 MM

Lýsing

Það sem gerir Ankarsrum Assistent Original vélarnar einstakar er virkni vélanna, fjölhæfnin, líftíminn, vélarkrafturinn og retró útlitið. Assistent vélarnar þola mikla notkun, vélin sjálf er 1500 WW og ræður hún við að hnoða 5 kg af deigi í einu. Opna skálin auðveldar þér að bæta við hráefnum, sjá deigið og eiga við það. Með deigkeflinu og snúningsskálinni útvegar Ankarsrum Assistent vélin einstaka leið að hnoða deigið. Stálskálin rúmar 7 lítra. Því er hægt að hnoða allt að 5 kíló af deigi með 1,5 l af vökva samtímis þar.

Skálin er fest ofan á gírboxinu sem lætur skálina snúast. Mótor vélarinnar og skálin vinna saman fyrir tilstilli gíranna, það gerir að verkum að vélin er kraftmikil og endingargóð.

Með hverri Assistent Original vél fylgja aukahlutir sem hjálpa eldhúsverkunum og veitir þér ómetanlega hjálp við baksturinn, allt frá kökum til súrdeigsbrauða. Ankarsrum Assistent Original vélarnar eru búnar sterkri 1500 WW vél sem gerir hrærivélina að endingargóðum vini í eldhúsinu, reiðubúin að taka á sig erfið verkefni.

Með Ankarsrum Assistent Original vélina í eldhúsinu einfaldast baksturinn, og verður skemmtilegri í senn! Vélinni fylgja aukahlutir sem auðvelda þér vinnuna við hvers kyns bakstur; bollur, brauð, smákökur og deig. Þar að auki þarftu ekki að hnoða deig í höndunum lengur, deigkeflið og deigkrókurinn hnoða hið fullkomna deig fyrir þig. Því næst getur þú gert það skemmtilega; mótað deigið og bakað það. Með þeytiskálinni geturðu þeytt rjómann eða marengsinn á mettíma með þeyturunum, og með deighrærunum í þeytiskálinni blandarðu bæði bragðbestu smákökurnar og léttasta smjördeigið.

Vélinni fylgir: 7 lítra stálskál, hefunarlok, deigrúlla, deigkrókur, og deighnífur. 3,5 lítra þeytiskál með þeyturum og blöðruþeyturum.

 

Frekari upplýsingar
Vörumerki

Ankarsrum

Efniviður

Ál

,

Stál

Litur

Rautt

Stærð

360 x 268 x 400 MM

Um Ankarsrum
Þegar þú kaupir Assistent Original hrærivél ertu að fjárfesta í gæðum og sjálfbærni frá byrjun til enda. Assistent Original hrærivélarnar frá Ankarsrum hafa verið framleiddar síðan á 5. áratugnum í Ankarsrum í Svíþjóð. Vélarnar eru enn framleiddar í iðnaðarbænum Ankarsrum í Smálöndunum og settar saman í höndunum. Þetta eldhústæki er framleitt til þess að endast, hver einasta vél fer í gegnum prófun áður en hún er send frá framleiðanda og er vélin með 7 ára ábyrgð. Ankarsrum hófu framleiðslu á Assistent vélunum árið 1940 og hafa síðan árið 1969 framleitt vélarnar í Ankarsrum í Smálöndunum. Fólk frá Smálöndunum er þekkt fyrir að vera hófsamt og því eru Assistent Original vélarnar ekki aðeins gerðar til að auðvelda þér eldhúsverkin eða til þess að gera þau skemmtilegri, heldur eru þær gerðar til þess að endast.
Sendingamöguleikar

Þú getur fengið pöntun þína afhenta með þeirri leið sem hentar þér og þínum þörfum best.

SENDINGAMÁTI

  • Sótt í Kokku – Laugavegi 47, þú færð tölvupóst þegar pöntunin þín er tilbúin. + 0 kr.
  • Sending á pósthús – 2-4 virkir dagar, frítt þegar pantað er fyrir meira en 15.000 kr. + 750 kr.
  • Sending í póstbox – 2-4 virkir dagar, vinsamlegast skráðu staðsetningu fyrir póstbox í sendist til reitinn í næstu valmynd, frítt þegar pantað er fyrir meira en 10.000 kr. + 750 kr.
  • Sent heim með Póstinum – í þéttbýli, vanalega 2-4 virkir dagar, frítt þegar pantað er fyrir meira en 15.000 kr. + 950 kr.
  • International – We can ship almost anywhere in the world, we will contact you with shipping cost and payment options once your order is placed.

NÝLEGA SKOÐAÐAR VÖRUR

Skráðu þig inn

Ertu ekki með aðgang?

Við notum vafrakökur (cookies) til að bæta upplifun þína.  Með notkun á kokkuvefnum samþykkir þú vafrakökurnar.
Byrjaðu að skrifa til að finna þær vörur sem þú ert að leita eftir
Verslun
0 Óskalistinn minn
0 items Karfa
Mínar síður