Bjarmi táknar aukna birtu vorsins þegar náttúran vaknar eftir veturinn. Ilmurinn vekur minningar um hlýju frá arineldi í íslenskum sumarbústað að vori. Ilmurinn samanstendur af fersku svörtu tei, múskati og hlýjum sedrusviðartónum.
Ilmkertin frá URÐ innihalda blöndu af soja og bývaxi með kveik úr 100% bómullarþræði. Kertin eru hönnuð og þeim pakkað á Íslandi en framleidd í Frakklandi. Brennslutími er 40-45 klst. Mælt er með að hafa kveikinn ekki lengri en 0,5 cm til að koma í veg fyrir að kertin sóti. Með því að brenna kertið ekki lengur en í tvo tíma viðhelst ilmurinn af kertinu lengur.