Dimma táknar haustið og aukna dimmu. Ilmurinn er kraftmikill, kryddaður og ávaxtaríkur. Hann vekur minningar um skógarferð, nýfallin rauðbrún haustlauf og berjamó. Ilmurinn samanstendur af ávöxtum, kryddi, barrtrjám og villtum berjum.
Ilmstrá eru góð leið til þess að veita heimilinu góðan ilm án þess að kveikja á kerti. Svörtu stráin eru sett ofan í glasið þar sem þau draga í sig ilmolíurnar. Ferskur ilmur er fenginn með því að snúa stráunum við af og til. Ilmurinn endist í 1-2 mánuði ef öll stráin eru notuð. Ilmurinn er mildari og endist lengur ef færri strá eru notuð. Dimma heimilisilmur er í 125 ml flösku og honum fylgja svört bambusstrá.