Á lager

Ísvélin frá Graef er mjög einföld og þægileg í notkun. Skjárinn á vélinni sýnir bæði hversu mikill tími er eftir, hvaða áferð ísinn hefur náð og lætur vita þegar verkinu er lokið. Hægt er að stilla vélina á „soft – medium – hard“, allt eftir því hvers konar áferð þú sækist eftir og getur vélin blandað í allt að 90 mínútur. Sé ísinn orðinn harður áður en tíminn rennur út slekkur vélin á ferlinu og setur kælingarferlið sjálfkrafa í gang.

Það er einnig hægt að búa til jógúrt með IM700 vélinni. Það er sérstök stilling sem heldur hitanum rétt undir 40°C og stöðugt í allt að 24 klst. Þumalputtareglan í jógúrtgerð er að þeim mun lengur sem jógúrtin er unnin þeim mun sýrðari verður það.
Hér má finna uppskrift að jógúrti frá Graef. Athugið að uppskriftin er á þýsku.

IM700 vélin getur kælt frá -18° til allt að -35°C fyrir ísgerð og rétt undir 40°C fyrir jógúrtgerð. Það eru allt í allt fjórar stillingar á vélinni: ísgerð (90 mín), jógúrtgerð (allt að 24 tímar), hræring (60 mín) og kæling (60 mín). Það er hægt að bæta við sætindum á borð við súkkulaði, hnetur eða ber auðveldlega á meðan á blöndurnarferlinu stendur. Það má setja alla lausu hluti ísvélarinnar í uppþvottavél (sjá hluti á mynd nr. 7).

Vörumerki

Graef

Litur

Stál

Stærð

36,5 x 27,2 x 31,5 CM