Nú getur þú útbúið þína eigin vegan „mjólk“ heima! Hvort sem það er úr hnetum, möndlum eða höfrum. Settinu fylgir eftirfarandi: tveir 1l. baukar og sigti.
Á innri bauknum eru línur sem sýna hversu mikið magn af möndlum eða hnetum á að hella í bollann. Því næst fyllirðu baukinn af vatni og lætur blönduna standa inni í ísskáp í 12 tíma. Þegar blandan hefur staðið í tólf tíma skaltu taka töfrasprota og þeyta blönduna í 3 mínútur. Að því loknu skaltu láta þeyttu blönduna standa í 2-3 mínútur áður en þú tekur sigtið og síar drykkinn. Að lokum geturðu hellt tilbúna drykknum í ytri baukinn og komið honum fyrir í ísskápnum.
Úr hratinu sem verður eftir í botninum á innri bauknum geturðu búið til hafrastykki eða hvað sem þér dettur í hug!