CM 102 krydd-og kaffikvörnin frá Graef er nett tól sem kemur sér einstaklega vel í eldhúsinu. Kvörninni fylgja tveir hnífar, annars vegar 2 skurða hnífur sem hentar fyrir t.d. kaffi og þurrkaðar kryddjurtir. Hins vegar 4 skurða hnífur sem hentar fyrir fersk hráefni á borð við engifer, hnetur og ferskar kryddjurtir.
Kvörnin er mjög auðveld í notkun, það er aðeins einn takki sem þú heldur inni þar til rétta áferðin hefur náðst. Tveir baukar fylgja sem rúmar 85 grömm hvor.