Það tekur Moccamaster Auto Off kaffivélina aðeins 6 mínútur að laga heila kaffikönnu, eða 1,25 lítra. Vélin sér til þess að gráðuhitinn á vatninu helst á milli 92°-96° til þess að halda bragði kaffisins dúnmjúku.
Ef glerkannan er fjarlægð af hellunni á meðan uppáhelling á sér stað stoppar vélin sjálfkrafa og heldur áfram þegar kannan er komin á sinn stað. Hellan heldur hita kaffisins á milli 80° og 85° gráða og slekkur sjálfkrafa á sér 40 mínútum eftir uppáhellingu.