Korbo körfurnar hafa verið handunnar í Svíþjóð síðan árið 1922. Í þá daga voru þær notaðar af fiskveiðimönnum og þeim sem þurftu notagóðar hirslur sem gátu þolað veður, vind og annars konar slit. Hönnunin og handverkið á eins mikið erindi í dag og það gerði þá daga.
Að baki hverjar körfu er hefð, leikni og gott handverk. Körfurnar eru vafðar úr stökum löngum málmþræði með höndum reyndra handverksmanna og því geta körfurnar ekki raknað í sundur. Engar tvær körfur eru eins og allar körfur bera undirskrift þess sem vann hörðum höndum að henni.