Matarstellið frá Ro Collection er handgert úr steinleir. Línan er innblásin af japanskri fagurfræði og dönsku notagildi. Hið lífræna þríhyrnda form einkennir leirvörurnar frá Ro Collection. Diskarnir eru framleiddir í verksmiðju í eigu fjölskyldu í Portúgal, hvar margra kynslóða leirkerahefð ræður ríkjum. Diskarnir fást í fjórum stærðum og er hægt að nota undir allar máltíðir dagsins.
Þar sem diskarnir eru gerðir í höndunum getur glerjunin verið ólík á milli diska, þar með er hver diskur einstakur. Diskarnir eru eldfastir og mega fara í uppþvottavél.
Hönnun: Rebecca Uth.