Cobbler loftljósið frá Globen Lighting er nútímaleg útgáfa af hinum klassíska „shoemaker“ lampaskermi. Cobbler, eða skósmiðurinn, passar vel í fjölda rýma, við erum til að mynda með þau á kaffihúsinu okkar! Skermurinn er úr gleri sem gefur lýsingunni huggulega birtu.
Cobbler (eða skósmiðurinn á íslensku) er með 120 cm svartri tausnúru og ljósinu fylgir baldakin.
Perustæði E27 Max 60W.