nestiskrukka ToGo Organic, stór

3.790 kr.

Á lager

Nestiskrukkan er 100% loftþétt og henni fylgir bæði skeið og lítið sílikoninnlegg sem hægt er að stilla. Krukkuna má nota undir bæði jógúrt og setja múslí eða ber í sílikoninnleggið, eða setja jafnvel salat í krukkuna og salatsósuna í sílikoninnleggið. Skeiðin er hönnuð til þess að ná vel í botninn á krukkunni og kemur í hulsu sem smellt er á krukkuna.
Það má setja nestiskrukkuna í uppþvottavél og örbylgjuofn, en hún má ekki vera lengur en tvær mínútur samfellt í örbylgjuofninum.

ToGo Organics línan hjá Lekué er stórt skref í markmiði vörumerkisins að gera framleiðsluna og vöruúrvalið umhverfisvænt. Organics heiti línunnar vísar í plöntutrefjarnar sem finna má í vörunum. Plöntutrefjarnar samanstanda aðallega af sellulósa og eru fengnar frá úrgangi af viðarvinnslu. Úrgangurinn er rifinn, síaður og sótthreinsaður áður en honum er blandað við própýlínplasti (sem er endurvinnanlegt). Úr verður nýr efniviður án þess að sóa auðlindum og sem dregur sömuleiðis úr kolefnislosun, annars yrði viðarúrgangurinn brenndur.

Vörumerki

Lékué

Efniviður

Plast

,

Plöntutrefjar

,

Sílikon

Litur

Ljósbrúnt

Stærð

600 ML