Latneska heiti rósarinnar er Rosa centifolia og er hún svokölluð „pop up“ þrívíddar mynd til að ramma inn. Rósin er brotin saman í nokkrum skrefum og brýst út þegar blaðið er opnað. Pappírsblómin frá Plego koma í sléttu umslagi sem vegur aðeins 200 grömm og eru því tilvalin í gjafir sem þarf að senda.
Í umslaginu eru 5 litaðar pappírs-og bómullar arkir sem upplitast síður af ljósi. Þegar pappírsblómið er klárt er myndin í A3 eða 42 x 29,7 cm. Þá er einnig að finna fallegt A4 myndaplakat með helstu upplýsingum um rósir og að lokum leiðbeiningar. Það er nú þegar búið að klippa partana úr örkinni og er hver partur merktur svo auðvelt sé að brjóta hvern hluta saman. Þá fylgir einnig tvíhliða límband til að festa allt á sínum stað.
Rósin er rauð á dökkgrænum bakrunni og er afar fallegt veggskraut. Erfiðleikastig samsetningarinnar er tveir af sex og eiga 12 ára og eldri að eiga auðvelt með föndrið.