Latneska heiti gulaugnatangans er Ctenochaetus Strigosus og er hann nokkuð stór. Fiskurinn er dökkblár með einkennandi gul augu. Pappírsdýrin frá Plego koma í sléttu umslagi sem vegur aðeins 100 grömm og eru því tilvalin í gjafir sem þarf að senda.
Í umslaginu eru 3 litaðar pappírs-og bómullar arkir sem upplitast síður af ljósi. Þá er einnig að finna skemmtilega örk með helstu upplýsingum um gulaugnatangann og að lokum leiðbeiningar. Það er nú þegar búið að klippa partana úr örkinni og er hver partur merktur svo auðvelt sé að samanbrjóta og festa þá saman. Það þarf ekki að notast við lím eða annað til að setja fiskinn saman.
Gulaugnatanganum fylgir veiðikrókur sem hægt er að nota til að hengja hann upp. Erfiðleikastig samsetningarinnar er þrír af sex og eiga 12 ára og eldri að eiga auðvelt með föndrið.