Pottjárnshreinsirinn frá Lovett Sundries er frábær leið til að bæði þrífa, vernda og steikja járnpönnur-og potta. Blandan er búin til úr náttúrulegum olíum og sjávarsalti sem stuðla öll að góðum grunni fyrir búsáhöld úr hráu járni.
Í hreinsinum eru einungis: sjávarsalt, kókosolía, hörfræolía og laxerolía.
Notkun: Byrjaðu á að skola matvæli og annað af pönnunni með volgu vatni. Settu því næst matskeið af járnpönnuhreinsinum og skrúbbaðu vel með stífum bursta eða svampi. Skolaðu síðan pönnuna upp úr heitu vatni (án sápu!), settu pönnuna á hellu og hitaðu undir henni. Taktu eldhúspappír og þurrkaðu umfram olíu og vatn af pönnunni. Þegar það byrjar að reykja upp úr pönnunni skaltu fjarlægja hana af hellunni og leyfa henni að kólna.
Hægt er að endurtaka þessi skref eftir þörfum.