Græðlingapressusettið frá Redecker gerir þér kleift að búa til niðurbrjótanlega potta fyrir græðlinga. Hægt er að nota gömul dagblöð eða önnur niðurbrjótanleg efni. Pressan er 6,5 cm að þvermáli.
Leiðbeiningar:
1. klipptu tvöfalda blaðsíðu úr dagblaði í strimla svo þeir verði um 8 cm á breidd og 52 cm á lengd.
2. vefðu strimlinum utan um stimpilinn og leyfðu pappírnum að ná niður fyrir botninn svo hægt sé að móta botninn á græðlingapottinum.
3. flettu papírinn undir botninn á stimplinum og pressaðu fast í neðri hluta pressunar.
4. voila! Þú hefur útbúið niðurbrjótanlegan græðlingapott.