Með sjálfvökvandi kryddjurtakassanum frá Eva Solo geturðu notið kryddjurta allan ársins hring, jafnvel þó þú skreppir í helgarferð.
Kassinn býður jurtunum upp á að skammta vatnið sjálfar, en þú þarft aðeins að bæta vatni í pottinn annað slagið. Alls rúmast fyrir 0,5 líter af vatni í pottinum hverju sinni og þú lærir með tímanum hvenær er gott að bæta við vatni. Pláss er fyrir þrjár kryddjurtir í standard plastpottastærð.
Kryddjurtapotturinn hlaut hönnunarverðlaun Red Dot Awards árið 2019.