Hefur þú prófað að gera þitt eigið súrkál? Það er miklu einfaldara en þú kannski heldur, grænmeti, salt og vatn er allt sem þarf, svo leyfirðu grænmetinu að gerjast í smá tíma og þróa bragð og rækta meinhola góðgerla. Keramiklóðin passa að grænmetis haldist undir yfirborði saltvökvans og ventillinn hleypir gasi sem myndast út en engu nýju lofti inn.
Þetta sett er tilvalið til að súrsa í magni en við mælum með því að grænmetið sé flutt í smærri lokaðar krukkur eftir gerjunartímann og geymt í kæli.
Í súrsunarsettinu með stóru krukkunni frá Kilner er:
1 x 3 lítra krukka
2 x lóð úr keramík
1 x stállok með sílikon ventil
1 x uppskriftabæklingur