Claro vaskastandurinn er stílhreint þarfaþing við alla eldhúsvaska! Hann skiptist í tvo hluta sem hægt er að nota saman eða í sitthvoru lagi. Efra ílátið er hólfaskipt með botngötum svo vatnið renni af. Það er því bæði hægt að nota það undir þrifatól eldhúsins og til að þurrka eldhúsáhöldin. Neðri diskurinn er með háan kannt og rákir svo vatn geti runnið af, hvort sem það er tuska, bursti, sápuskammtari eða efra ílátið sem fylgir.
Vaskastandurinn er úr bambustrefjum með BPA-og PVC frírri melamínbindingu og má setja hann í uppþvottavél.
Hönnun: Alessio Romano fyrir Ekobo.