Veganvaxkubburinn frá Bees Wrap Co. kemur sér vel þegar þú þarft að fríska upp á vaxklútana þína eða búa til þína eigin. Ef þú vilt gera þína eigin vaxklúta er hægt að útbúa 4-5 litla eða 2-3 stóra klúta, til að fríska upp á þarf að jafnaði eina perlu.
Veganvaxið inniheldur: sólblómavax, sumacvax, vax úr hrísgrjónaklíði (e. rice bran wax), vetnislaxerolía (e. hydrogenated caster oil), lífræn jojobaolía og furutrjákvoða (pine resin).
Þú þarft:
veganvaxkubb
rifjárn
tvær arkir af bökunarpappír (sem er allavega 5 cm breiðari en klúturinn sjálfur)
hreina diskaþurrku (gjarnan gamla), straujárn og straubretti
Leiðbeiningar:
1. Leggðu diskaþurrkuna á straubrettið
2. Settu eina örk af bökunarpappír ofan á diskaþurrkuna
3. Leggðu klútinn þinn ofan á bökunarpappírinn
4. Rífðu svolítið af vaxkubbnum á klútinn
5. Settu að lokum bökunarpappír yfir perluna
6. Hafðu straujárnið HEITT (ekki með gufu!)
7. Notaðu straujárnið til að dreifa úr bráðnu vaxinu yfir allan klútinn
8. Fjarlægðu efri bökunarpappírinn þegar vaxið er komið yfir allan klútinn
9. Lyftu klútnum varlega frá hornum að miðju
10. Haltu í tvö horn og ruggaðu klútnum þar til hann kólnar