viðhaldssett f. emaléraða járnpotta
8.500 kr.
Á lager
Viðhaldssettið er góður grunnur þegar kemur að þrifum og notkun á glerjuðum járnvörum frá Lodge. Í viðhaldssettinu fyrir glerjaða járnpotta er: sex litlar pottahlífar, slétt pönnuskafa, lítill uppþvottabursti og hreinsiefni fyrir emaléraða potta.
– Litlu pönnuhlífarnar eru úr sílikoni og þær eru settar á milli pottsins og loksins. Athugið að pönnuhlífarnar eru aðeins ætlaðar til að verja glerunginn við geymslu og eiga ekki að vera á pottinum þegar hann er í notkun.
– Hornin á pönnusköfunni eru misrúnuð svo hægt sé að nota hana í alls kyns pönnur og potta.
– Burstahárin í uppþvottaburstanum eru úr stífu næloni. Þar sem hann er lítill og passar vel í lófann kemur hann sér vel þegar skrúbba þarf harkalega.
– Hreinsiefnið er hægt að nota á bæði glerjaða potta sem og potta úr steinleir. Efnið er framleitt í Bandaríkjunum, það er 100% niðurbrjótanlegt, litar-og bleikilaust og prófað á dýrum.
Vörumerki |
Lodge |
---|
Tengdar vörur


koparpottur á span Prima Matera
49.900 kr. – 79.900 kr.

koparsósupottur Inocuivre
38.900 kr. – 66.900 kr.
