Þessi nýja míkrógataða motta frá Lékué er með örlitlum götum sem hleypa svolitlu lofti upp í gegnum mottuna. Það eru merkingar á báðum hliðum mottunnar en það er auðvitað hægt að nota hana undir alls kyns bakstur.
Mottan þolir allt að 220° og má fara í ofn, ísskáp og uppþvottavél.