Borðsópurinn frá Redecker er úr svokölluðum „thermo“við. Það er viður sem búið er að meðhöndla við svo háan hita að viðarsykurinn bráðnar, viðurinn sjálfur dökknar og lokast. Með þessu móti dregur hann í sig lítinn sem engan raka og þarfnast ekki eins mikils viðhalds og ómeðhöndlaður viður.
Það er segull í sópinum sem heldur honum föstum við stálskúffuna.