Veritas línan frá Riedel er vélarblásin og tryggir þar með afar þunnt kristalgler og léttleika. Veritas glösin samræma sjarma handblásinna glasa og þá stöðugu nákvæmni sem aðeins er hægt að ná fram með vélarblásnu gleri.
Cabernet glasið er fullkomið undir kröftug og flókin rauðvín sem eru með mikið magn af tannín. Þar sem glasið er stórt nær vínið að anda vel. Það ýtir þar með undir ávaxtabragð og dregur úr biturleika tanníns og kemur því á góðu jafnvægi í víninu.
Glösin mega fara í uppþvottavél.