Djúpa Prima Matera koparpannan frá deBuyer er með stálplötu í botninum svo hægt er að nota hana á öll helluborð – þar með talið spanhellur. Pannan sjálf er 90% kopar og 10% ryðfrítt stál sem umlykur innanmál pönnunnar. Kopar leiðir hita einstaklega vel og er því mjög góður í matseld. Ryðfrítt stál krefst minna viðhalds og þolir meira álag en kopar og er þetta því kjörin blanda fyrir alla kokka.
Skaftið er rúnnað og úr steyptu ryðfríu stáli sem hitnar ekki út frá pönnunni. Vaska þarf pönnuna upp í höndum og bera koparhreinsi utan á hana eftir þörfum.
Pannan er 24 cm að þvermáli og rúmar 3 lítra.