Lofttæmið í bollanum passar að hiti yfir 65° haldist í allt að klukkutíma og köldu undir 10° í allt að tvo klukkutíma. Lokið á ferðamálinu er gegnsætt svo auðvelt er að sjá hversu mikið er eftir af drykknum. Þá er barmurinn á bollanum einnig sléttur svo það er einnig hægt að sleppa loki.
Það má setja To Go ferðabollann frá Kinto í uppþvottavél. Ferðamálið er 9,5 cm á hæð (án loks) og 8,7 cm að þvermáli.