hefunarkarfa kringlótt 25 cm
4.590 kr.
Á lager
Hefunarkarfa úr náttúrulegum reyr auðveldar hefun og gerir fallega röndótt brauð.
Aðferðin er lauslega þessi:
Gerir deigið eftir uppskrift. Stráið vel af hveiti í körfuna, eða hveiti blönduðu með sterkju, t.d. kartöflumjöli.
Mótið brauðhleifinn í kúlu og leggið hann á hvolf í körfuna og látið hefast undir klút. Sé ekki ætlunin að hafa rendur í brauðinu má segja bómullarklút eða hettu innan í körfuna áður en brauðið er sett í hana.
Snúið körfunni við þannig að deigið lendi á smurðri plötu eða í potti og bakið brauðið.
Dustið allt umfram mjöl úr körfunni og leyfið henni að þorna alveg, það má líka gera í kólnandi ofninum (að hámarki 100°C) eftir að brauðið hefur bakast.
Körfuna ætti helst aðeins að þrífa með bursta og hún má alls ekki fara í uppþvottavél. Athugið einnig að ekki skal baka brauð í körfunni.
Karfan er 25 cm í þvermál og 8,5 cm á dýpt og tekur brauð sem er að hámarki 2 kg.
Vörumerki |
Birkmann |
---|---|
Efniviður |
Reyr |
Litur |
Ljóst |
Stærð |
2 L |