Hraðsuðuketillinn getur soðið allt að 1,2 lítra af vatni í einu og slekkur sjálfkrafa á sér að suðu lokinni. Þá slekkur hann einnig á sér þegar honum er lyft upp. Það er sérstakt sigti úr ryðfríu stáli í stúti ketilsins sem sér til þess að óhreinindi fylgja ekki vatninu. Það má setja sigtið í uppþvottavél.
Með þessum hraðsuðukatli stendur þér til boða að stilla á sérstakt hitastig: 70° fyrir svart te, 80° fyrir grænt te, 100° fyrir soðið vatn og svo er uppáhellingarstilling (~93°). Þá heldur vatnið hita í allt að 30 mínútur.