keramíkhúðuð panna Choc Extreme
17.900 kr. – 28.900 kr.
Choc Extreme pönnurnar frá DeBuyer eru með endingargóðri og viðloðunarfrírri keramikhúð. Pönnurnar henta vel fyrir fisk, egg, grænmeti, baunir, kornmeti og annan viðkvæman mat. Þær henta einnig mjög vel til að hita upp tilbúna rétti eða þykkja sósur án þess að hafa áhrif á bragð og lit.
Pannan sjálf er steypt úr 4 mm þykku áli sem gefur jafna og góða hitadreifingu. Botnplatan er úr ryðfríu stáli (AISI 430) svo þær henta vel á flestar spanhellur. Pannan er húðuð að innan og utan með svartri eiturefnalausri keramikhúð (án PFOA/PFOS).
Varist að hita pönnuna tóma eða of mikið, forðist einnig snöggar hitabreytingar og notkun stáláhalda.
Þvoðið pönnuna í höndum með svampi eða bursta sem rispar ekki.
Choc Extreme pönnurnar má nota á allar gerðir eldavéla, þ.m.t. á span og í ofni (að hámarki 10 mínútur við 230°C). Sé pannan notuð á spanhellu er gott að hafa í huga að nota hellu sem er jafnstór og botn pönnunnar, hækka hitann smám saman og freistast ekki til að nota aflaukann (booster) þar sem hann skapar of mikinn hita á afmörkuðu svæði.
Pönnurnar koma í fjölnota poka og umhverfisvænum umbúðum.
Ø20 cm pannan er 40 cm á lengd og er botnmál hennar Ø14 cm.
Ø24 cm pannan er 46,5 cm á lengd og er botnmál hennar Ø16 cm.
Ø28 cm pannan er 54 cm á lengd og er botnmál hennar Ø18,5 cm.
Ø32 cm pannan er 63 cm á lengd og er botnmál hennar Ø22 cm.
Vörumerki |
deBuyer |
---|---|
Efniviður |
Ál ,Stál |
Litur |
Svart |
Stærð |
Ø 20 CM ,Ø 24 CM ,Ø 28 CM ,Ø 32 CM |