kolagrill AIR
95.900 kr.
Á lager
Grillkúlan frá Rösle er svört og gerð úr glerjuðu (emaljeruðu) stáli og hún er sett í stálstatíf á hjólum sem auðvelt er að færa úr stað.
Grillgrindin sjálf er ryðfrí og henni má lyfta að hluta til að auðvelda tilfærslu á kolunum sem sett eru í 2 færanlegar kolakörfur úr stáli. Þvermál grindarinnar er 59 cm svo hún bíður upp á feikimikið pláss fyrir uppáhaldsmatinn þinn. Vinnuhæð (hæð grindar) er 84 cm svo það er engin ástæða til að bogra við eldamennskuna. Hátt lokið á grillinu opnast í 45° horn svo ekki þarf að teygja sig yfir mesta hitann og í lokinu er hitamælir svo hægt er að fylgjast með stöðunni án þess að opna grillið.
AIR loftflæðisstillirinn tryggir þægilega stjórnun á gegnumstreymi lofts og gerir þér kleift að stýra hitanum á einfaldan hátt. Undir grillinu er öskutunna sem auðvelt er að taka af til að fjarlægja kolaösku sem verður afgangs.
Við mælum með kolaturninum frá Rösle til að koma góðum hita í kolin áður en byrjað er að grilla og fyrir þá sem geyma grillið utandyra er hagkvæmt að bæta við hlíf utan um grillið.
L 86,5 x B 72 x H 51,5 cm
Þyngd: 37,5 kg
Vörumerki |
Rösle |
---|---|
Efniviður |
Stál |
Litur |
Svart |
Stærð |
Ø 60 CM |