mini-blinispanna MineralB

8.690 kr.

Á lager

Mini Mineral B blinispönnuna er einnig hægt að nota til að steikja amerískar pönnukökur eða lummur. Pannan gerir 16 litlar pönnukökur og er hvert hólf um 4 cm að þvermáli.

Mini Mineral B stálpannan frá deBuyer er úr 2,5 mm þykku karbonstáli sem er húðað með bývaxi. Bývaxið kemur í veg fyrir að karbonstálið oxíderast og er í senn fyrsta skrefið í tilsteikingu pönnunnar.

Við mælum sérstaklega með því að líta yfir bloggfærsluna að steikja til pönnu til að sjá hinar ólíku aðferðir steikingarinnar. Markmiðið er í raun að safna náttúrulegri húð á hráan efniviðinn sem gerir pönnuna viðloðunarfría með tímanum. Það er gott að hafa í huga að þeim mun svartari og ljótari sem pannan er, þeim mun betri er hún. Mineral B pannan gengur á öll helluborð, þar með talið spanhellur.

Blinispannan hitnar fljótt og hentar í alls kyns matseld, brúnar matvælin og mallar vel. Þegar kemur að þrifum er best að „deglaza-a“ pönnunna að notkun lokinni. Þ.e.a.s. að hella svolitlu vatni í pönnuna yfir hita svo það sem eftir situr losnar. Því næst skal skola pönnuna, þurrka og nudda svolítilli olíu í pönnuna. Það má ekki setja Mineral B pönnuna í uppþvottavél og er mælt gegn því að vaska hana upp með uppþvottalegi.

Vörumerki

deBuyer

Efniviður

Karbonstál

Litur

Stál

Stærð

Ø 27 CM