Nýja Black Sheep línan frá Microplane er stílhrein og nútímaleg. Bæði skaftið og stálið er svart en þetta er þó sama trausta góða Microplane rifjárnið. Rifjárnið er laserskorið úr ryðfríu stáli og er flugbeitt sem tryggir að hráefnið er rifið af nákvæmni. Það rifnar því hvorki né kremjast og engin þörf er á að beita afli. Til að ná svarta litnum er járnið sjálft húðað með PVD-húð sem ver gegn rispum. Neðst á rifjárninu eru svo litlir plastfætur svo það rennur ekki til sé henni tyllt niður.
Við mælum með því að mjög grófa rifjárnið sé þvegið undir rennandi vatni strax eftir notkun og því leyft að þorna hangandi en það þolir líka þvott í uppþvottavél. Járnið kemur með plasthulstri (má ekki fara í uppþvottavél) sem gott er að nota til að hlífa rifjárninu (og puttunum!) þegar það er ekki í notkun.
Microplane rifjárnin koma í mörgum grófleikum sem henta mismunandi verkefnum. Þetta mjög grófa rifjárn er fullkomið fyrir: rótargrænmeti eins og kartöflur, lauk og gulrætur. Þá er einnig hægt að nota það til að rífa kalt smjör fyrir bakstur og fleira.
Black Sheep vörulínan vann til Red Dot hönnunarverðlaunanna árið 2022.