Örbylgjugrillið frá Lékué einfaldar og styttir grilltímann. Hægt er að grilla kjöt, grænmeti, samlokur, pizzur og margt fleira á aðeins nokkrum mínútum. Þar sem grillað er í örbylgjunni fer hitastigið ekki yfir 240° og brennur ekki fituna í matnum. Það er mjög auðvelt að þrífa grillið en stálið er viðloðunarfrítt og hægt er að setja það í uppþvottavélina.
Nú spyrðu þig kannski hvort hægt sé að setja málm í örbylgjuofn og svarið er já, það þarf aðeins að passa hvað er sett í örbylgjuna. Ef þunnur málmur á borð við gaffal eða álpappír er settur í örbylgjuna er hætta á að neistar brjótist fram. Það er af því að rafeindir safnast í oddunum og skjótast á milli þeirra.
Þess vegna er grillið hannað til þess að mega fara í örbylgjuofna. Stálplöturnar eru þykkar og hornin rúnnuð svo allt gangi að óskum.