Rósettukökur eru ekki ósvipaðar „churros“, en forminu er dýpt í feiti, svo í deigblöndu og aftur í feiti og úr verður dýrindis bakkelsi.
Uppskrift að rósettukökum:
300 gr hveiti
4 egg
250 ml mjólk
2 tsk vanillusykur
salt á hnífsoddi
rifinn börkur af hálfri sítrónu
jurtaolía fyrir djúpsteikingu
Hráefnum er hrætt saman í mjúkt deig og því leyft að standa í 30 mínútur. Því næst er jurtaolíunni hellt í pott og hún hituð þar til hún nær 170°. Rósettuforminu er þá komið fyrir í heitri olíunni og formið látið hitna í 10 mínútur.
Dýfðu snögglega heitu forminu í deigið og strax aftur í heita olíuna. Þegar botninn á kökunni er orðinn gullbrúnn skaltu losa hana frá forminu og baka hana í hinni hliðinni í stutta stund. Veiddu kökuna upp úr olíunni og leggðu hana á grind svo það geti runnið af henni.
Endurtaktu þessi skref þar til deigið hefur klárast. Að lokum geturðu stráð flórsykri eða kakódufti yfir kökurnar og borið þær fram volgar.