Skapalónið auðveldar þér að mæla fyrir skápa-og skúffuhöldum frá Beslag Design. Skapalónið er 8 borholur á hæð og 17 holur á breiddina. Miðjugötin eru aðallega hugsuð fyrir stakar höldur (e. knobs) og restin fyrir höldur sem gripið er í (e. handle).
Skapalónið mælir nákvæmt fyrir höldum frá 32 mm upp að 256 mm á lengd með 16 mm bili. Hvert gat er 3 mm á breidd fyrir nákvæma merkingu. Öllum skápa-og skúffuhöldum frá Beslag Design fylgja M4 skrúfur hvar skrúfuhausinn er 8 mm á breidd og mæla þau með að nota 4 mm bor.
Svona gerirðu:
1. Finndu miðjuna á skúffunni/skápnum, merktu og leggðu miðjuhak skapalónsins á.
2. Mældu alltaf hölduna sjálfa til öryggis.
3. Þú getur deilt breidd festingargata höldunnar með tveimur til þess að staðfesta stærðina og merktu með blýanti.
4. Það getur verið gott að styðjast við málningarlímband til að koma í veg fyrir að viðurinn klofni og að það spænist úr honum.
5. Boraðu festingargötin.
6. Festu hölduna með meðfylgjandi skrúfum.