Lodge útilegusett, pottur/panna/ofn
47.900 kr.
Á lager
Er eitthvað betra en alvöru kolaeldað kássa elduð úti í guðsgrænni náttúrunni eftir strembna göngu? Eða gómsæt eldbökuð föstudagspizza í útilegunni? (Ölverk sendir því miður ekki í sveitina).
Allt-í-einu (Cook it all) útieldurnarsettið frá Lodge leysir ótrúlega mörg verkefni með aðeins tveimur fjölhæfum smíðajárnsgripum. Lokið á pottinum virkar sem grillpanna og flöt panna, t.d. fyrir morgunmatinn. Potturinn virkar líka sem wokpanna og kúpt lok fyrir bakstur á pönnunni – það hljómar eins og þversögn en hægt er að nota lokið sem pönnu og pönnuna sem lok. Potturinn rúmar 7,7 l sem er nægur matur fyrir þig og marga vini og hann kemur tilbúinn til notkunar, smíðaður úr járni og tilbakaður með grænmetisolíu.
Handhæg gormhandföng fylgja með svo þú getir fært gripina til yfir eldinum án þess að brenna þig. Lítill leiðarvísir með uppskriftum og notkunarábendingum fylgir svo þú getir byrjað útieldunarævintýrið þitt.
Sendu okkur svo endilega myndir þegar þú steikir kleinur á hálendinu!
Vörumerki |
Lodge |
---|---|
Efniviður |
Járn |
Litur |
Svart |
Stærð |
Ø 34 CM |