Fallegt vinnu- og framreiðslubretti úr hnotu frá Boos Blocks. Á brettinu eru innfelldar greipar svo auðvelt er að færa það úr stað.
Til halda Boos Block brettinu þínu við mælum við með að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
Það er gott að bera olíu á brettið, til að mynda Boos Blocks brettaolíuna, með klút, svampi eða eldhúspappír. Gera ætti þetta að minnsta kosti mánaðarlega en það fer þó fer eftir notkun og aðstæðum. Leyfðu olíunni að smjúga inn í viðinn yfir nótt og þurrkaðu svo umframmagn af daginn eftir. Ákveðnir staðir á brettinu gætu verið þurrari en aðrir og þá þarf að bera meira á þau svæði eftir atvikum. Til þess að verja viðinn enn betur er hægt að bera Boos Blocks brettavaxið á brettið á eftir olíunni og láta það standa á brettinu yfir nótt líkt og með olíuna.
Ekki láta bleytu standa á viðarbrettinu í lengri tíma. Það á einnig við um ferskt og vott kjöt. Í því er að finna pækil, vatn og blóð sem viðurinn getur drukkið í sig og þar með þenst út og mýkst sem getur haft áhrif á líminguna í samsettum viðarbrettum.
Hægt er að nota stálsköfu eða spaða til að skrapa hluti af brettinu. Með þeim hætti geturðu náð allt að 75% af þeim vökva sem situr á yfirborði brettisins. Varastu að nota stálull með þessum hætti þar sem hún getur rispað viðinn.
Hafðu í huga að varast að skera sífellt á sama stað á brettinu. Það er betra er að dreifa álagspunktunum svo viðurinn verði jafn. Ef hægt er að vinna á báðum hliðum brettisins skaltu muna að snúa því við reglulega.
Notaðu mildan uppþvottalög og vatn til að halda brettinu hreinu og þurrkaðu það vel. Varastu að nota sterk hreinsiefni til að þrífa brettið og ekki þrífa önnur áhöld ofan á viðarbrettinu. Þá mega viðarbretti alls ekki fara í uppþvottavél.